Innlent

Fátt kemur í veg fyrir verkfall

á landspítala Læknar greiða þessa dagana atkvæði um verkfallsboðun.
fréttablaðið/vilhelm
á landspítala Læknar greiða þessa dagana atkvæði um verkfallsboðun. fréttablaðið/vilhelm Vísir/Getty
Það er fátt sem bendir til þess komið verði í veg fyrir að verkfall lækna hefjist 27. október. Mikið ber í milli hjá deiluaðilum og enginn fundur hefur verið boðaður. Rafræn kosning hjá Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands stendur yfir og er niðurstöðu að vænta í næstu viku.

Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna, segir að hún eigi ekki von á öðru en að læknar samþykki að boða til verkfalls. „Ég geri fastlega ráð fyrir því og ég er bjartsýn á að þeir samþykki þessa beiðni þó að það sé okkur ekki ljúft að fara í verkfall.“

Sigurveig segir að takmarkað umboð samninganefndar ríkisins til að mæta kröfum lækna torveldi viðræður. Fast sé haldið í þá stefnu stjórnvalda sem sett var í byrjun árs að miða eigi við 2,8 prósenta hækkun hjá opinberum starfsmönnum. Þau takmörk séu hins vegar fokin út í veður og vind og forsendur fyrir slíkum samningum löngu brostnar.

„2,8-3 prósent duga ekki því við vitum að það er flótti lækna frá landinu og við læknar vitum um hvað málið snýst. Við verðum að sporna við því og það verður ekki gert öðruvísi en að hækka laun,“ segir Sigurveig.


Tengdar fréttir

Félagsmenn kjósa um verkfall

Stjórn læknafélagsins kom saman til fundar síðdegis í gær þar sem rætt var um væntanlegar verkfallsaðgerðir meðal félagsmanna.

Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir

Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×