Verður markamet Meistaradeildarinnar slegið í vikunni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2014 06:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru frábærir á stóra sviðinu. Vísir/AFP Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Tveir bestu knattspyrnumenn heimsins, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa verið duglegir að slá hvers konar markamet á síðustu árum. Eitt þeirra meta sem gæti fallið á næstu vikum er markametið í Meistaradeild Evrópu. Það er sem stendur í eigu Raúl González, leikja- og markahæsta leikmanns í sögu Real Madrid, en hann skoraði 71 mark á árunum 1995-2011. Raúl skoraði 66 þessara marka fyrir Real Madrid og fimm fyrir Schalke 04. Ronaldo kemur næstur á markalistanum í Meistaradeildinni með 68 mörk; 15 þeirra skoraði hann fyrir Manchester United og 53 fyrir Real Madrid. Hann vantar því aðeins þrjú mörk til að ná manninum sem lék í treyju númer sjö hjá Real Madrid á undan honum. Markatölfræði Portúgalans með Real Madrid í Meistaradeildinni er lygileg, en Ronaldo þurfti aðeins 52 leiki til að ná þessum markafjölda. Hann er með öðrum orðum með meira en mark að meðaltali í leik með spænska stórliðinu í Meistaradeildinni. Ronaldo á einnig metið yfir flest mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, en hann skoraði 17 mörk þegar Real Madrid fór alla leið í fyrra. Lionel Messi er þriðji á listanum. Argentínumaðurinn hefur skorað 67 mörk fyrir Barcelona í Meistaradeildinni, einu minna en Ronaldo og fjórum minna en Raúl. Messi er hins vegar með besta markameðaltalið af þessum þremur, en hann er með 0,77 mörk að meðaltali í leik gegn 0,5 hjá Raúl og 0,65 hjá Ronaldo. Ronaldo skoraði gegn Basel í fyrsta leik Real Madrid í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hann fær tækifæri til að bæta við þann fjölda þegar Evrópumeistararnir mæta Ludogorets frá Búlgaríu á morgun. Messi á talsvert erfiðara verkefni fyrir höndum, en Barcelona sækir Paris SG heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Flest mörk í Meistaradeild Evrópu: 71 mark - Raúl González 68 mörk - Cristiano Ronaldo 67 mörk - Lionel Messi 56 mörk - Ruud van Nistelrooy 50 mörk - Thierry Henry 48 mörk - Andriy Shevchenko 46 mörk - Filippo Inzaghi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira