Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Mörg spjót hafa staðið á stjórnendum MS eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins í byrjun vikunnar þess efnis að félagið hafi brotið samkeppnislög .Fréttablaðið/Stefán SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings. Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings.
Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira