Vill breyta lögum verði úrskurður Samkeppniseftirlits staðfestur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2014 07:00 Mörg spjót hafa staðið á stjórnendum MS eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins í byrjun vikunnar þess efnis að félagið hafi brotið samkeppnislög .Fréttablaðið/Stefán SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings. Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
SamkeppnismálHanna Birna Kristjánsdóttir telur eðlilegt að taka málið upp á Alþingi og breyta lögum, neytendum í hag, verði úrskurður Samkeppniseftirlitsins gegn MS staðfestur. Hún leggur þó áherslu á að úrskurðinum hafi verið áfrýjað svo endanleg niðurstaða er ekki fengin í málinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er ráðherra neytendamála. Samkeppniseftirlitið segir í úrskurði sínum að brotið sé alvarlegt og það bitni að endingu á neytendum. Alvarleiki brotsins felst í því að það tengist mikilvægum neysluvörum og hefur varað í langan tíma, eða a.m.k. frá árinu 2008 til ársloka 2013. Mjólkurvörur eru stór hluti af matarinnkaupum heimila í landinu.Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri.Fréttablaðið/AuðunnHanna Birna telur eðlilegt að breyta lögum verði þetta niðurstaðan. Hagsmunir neytenda eigi að vera varðir og það skipti miklu máli að sú lagaumgjörð sem mjólkuriðnaðurinn búi við verji hag þeirra í hvívetna. „Ég held að það sé alveg ljóst, ef þetta reynist rétt og að niðurstaða málsins verði eins og Samkeppniseftirlitið úrskurðar, að þingið taki þetta til meðferðar og breyti því sem verði að breyta,“ segir Hanna Birna. „Það skiptir máli að fyrirtæki sem njóta viðlíka verndar og Mjólkursamsalan býr við, að sú vernd komi ekki niður á neytendum. Samkeppnislög eru til þess að vernda hagsmuni neytenda fyrst og síðast og ef eitthvað kemur í veg fyrir að neytendur njóti þess sem þeir eiga að njóta þarf að bregðast við. Hins vegar er rétt að dómur er ekki fallinn í málinu þó úrskurður Samkeppniseftirlitsins sé á þessa leið.“ Þegar ráðherrann er spurður að því hvort fyrirtæki eins og MS hafi ekki ríkum skyldum að gegna gagnvart neytendum, er hún því sammála. „Fyrirtæki sem njóta slíkrar sérstöðu að vera undanþegin samkeppnislögum hljóta að hafa ríkum skyldum að gegna og því staldrar maður við. Verði þetta niðurstaðan þá stríðir það gegn almennri hugsun um hvernig samkeppni á að virka, hún á að virka fyrir neytendur. Ef þess gætir ekki verðum við að endurskoða umgjörðina,“ segir Hanna Birna. MS hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Líklegt þykir að áfrýjunarnefnd skili úrskurði í kringum áramótin. Aðilar máls hafa tíma til þess að senda inn greinargerð máli sínu til stuðnings.
Alþingi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira