Íris fékk á sig færri mörk en landsliðsmarkvörðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2014 00:01 Íris Dögg Gunnarsdóttir. Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Fylkir hefur staðið sig með mikilli prýði í Pepsi-deild kvenna, en nýliðarnir, sem leika undir stjórn Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sitja þegar þessi orð eru skrifuð í 3. sæti deildarinnar með 29 stig eftir 16 umferðir. Lykillinn að þessu góða gengi Fylkis er sterkur varnarleikur, en Árbæjarliðið hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í leikjunum 16. Aðeins efstu tvö lið deildarinnar, Stjarnan (9) og Breiðablik (15), hafa fengið á sig færri mörk. Sóknarleikur Fylkis hefur að sama skapi ekki verið neitt sérstakur, en liðið hefur aðeins skorað 18 mörk, eða rétt rúmt mark að meðaltali í leik.Íris Dögg Gunnarsdóttir byrjaði tímabilið í marki Fylkis og lék fyrstu átta leikina, áður en hún var lánuð til FH. Ástæðan fyrir brottför Írisar var koma landsliðsmarkvarðarins Þóru Bjargar Helgadóttur sem ákvað að ganga til liðs við Fylki eftir tæpan áratug í atvinnumennsku erlendis. Þóra er flestum fótboltaáhugamönnum að góðu kunn en hún hefur leikið yfir 100 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, auk þess sem hún átti mjög farsælan feril í atvinnumennsku. Sé litið á tölfræðina kemur hins vegar í ljós að Fylkir hefur fengið á sig mun fleiri mörk með Þóru í markinu en Írisi. Í fyrstu átta leikjum Fylkis í deildinni hélt Íris marki sínu sex sinnum hreinu og fékk aðeins á sig fimm mörk; þrjú gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar og tvö gegn Selfossi. Leikurinn gegn Selfossi var jafnframt hennar síðasti deildarleikur fyrir Fylki (allavega í bili). Þóra lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki 15. júlí og hélt hreinu í 1-0 sigri gegn Aftureldingu. Hún hélt marki sínu einnig hreinu í öðrum 1-0 sigri gegn ÍA í næstu umferð. Síðan þá hefur Þóra fengið á sig níu mörk í sex leikjum; fjögur gegn Breiðabliki, þrjú gegn Stjörnunni og eitt gegn FH og Selfossi. Þóra fór af velli eftir 60 mínútur í síðasta leik Fylkis, gegn Selfossi á útivelli. Þá var staðan 1-0 fyrir Selfoss. Varamarkvörðurinn Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú mörk eftir að hún kom inn á. Alls hefur Þóra leikið átta deildarleiki fyrir Fylki, fengið á sig níu mörk og haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu. Þessi fjölgun á mörkum sem liðið fær á sig hefur hins vegar ekki komið eins mikið niður á stigasöfnun Fylkis og ætla mætti. Árbæjarliðið fékk 14 stig í leikjunum átta sem Íris varði markið í, en hefur krækt í 15 stig í þeim átta leikjum sem Þóra hefur spilað. Fylkir á eftir að leika tvo leiki í Pepsi-deildinni; gegn Þór/KA á heimavelli og Aftureldingu á útivelli.Leiðrétting, kl. 10:25Þóra Björg Helgadóttir fékk ekki á sig fjögur mörk gegn Selfossi eins og upphaflega kom fram. Hið rétta er að Þóra fékk á sig eitt mark gegn Selfossi og níu alls í þeim átta deildarleikjum sem hún hefur spilað. Eva Ýr Helgadóttir fékk á sig þrjú síðustu mörkin gegn Selfossi, en hún kom inn á fyrir Þóru eftir klukkutíma leik. Þetta hefur verið leiðrétt í fréttinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn