Innlent

Ísland fjarlægist Norðurlöndin

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
„Það er ríkisfjármálaáætlunin til næstu fjögurra ára sem mér finnst mesta áhyggjuefnið. Það er ljóst að áform þessarar ríkisstjórnar ganga út á það að lækka hlutfall samneyslunnar, eða frumútgjalda, sem eru heilbrigðismál, menntamál, almannatryggingar og sjúkratryggingar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra, um fjárlagafrumvarpið.

„Það kemur fram að þetta hlutfall lækkar úr 28% í ár niður í 24,5% árið 2018. „Þarna er verið að að fara með Ísland aftur í burtu frá hinum Norðurlöndunum,“ segir hann.

Steingrímur segir líka að afkoman næstu tvö ár sé dapurleg, einungis 0,2% afgangur 2015 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og 0,3% árið 2016. „Þetta er auðvitað ekki neitt neitt og kallar á að það verði eiginlega stöðnun í afkomubata,“ segir Steingrímur enda þýði þetta að nafnverð heildarskulda ríkisins lækki mjög lítið að minnsta kosti næstu tvö árin. Hann segir skuldahlutfallið lækka vegna vaxandi landsframleiðslu en nafnverð skuldanna standi í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×