Innlent

Færeyingar stefna á að lenda í Reykjavík tvisvar í viku

Airbus A319 þota færeyska flugfélagsins Atlantic Airways lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir hádegi í gær. Þetta var fyrsta reglubundna flug félagsins á þotunni síðan það fékk leyfi til lendingar nú í ágúst.

 

Færeyingar höfðu ekki mátt lenda vélinni í Reykjavík vegna skorts á öryggisleit á farþegum en nú hefur verið bætt úr því að sögn Friðþórs Eydal hjá ISAVIA. Því gaf Samgöngustofa út leyfi sem gildir í ótilgreindan tíma. Færeyingar stefna á að fljúga til Reykjavíkur tvisvar í viku.


Tengdar fréttir

Flugvélarnar sem Færeyingar skoða

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega.

Færeyjaflugið burt úr borginni

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur auglýst að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur eftir sex vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×