Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2014 06:00 Sepp Blatter mun sitja sem forseti FIFA eins og lengi og honum sýnist. Hann er hér með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ vísir/pjetur „Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
„Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira