Ferðamenn eru forvitnir 25. ágúst 2014 07:00 Hvar er Bárðarbunga? Þessir ferðamenn voru ekki að þræta við björgunarsveitarmenn til þess að komast nær Bárðarbungu heldur vildu þeir einfaldlega fá að sjá á kortinu hversu nálægt þeir væru henni. Svo tóku allir í hópnum mynd af skiltinu þar sem stendur á ensku og íslensku að lokað sé vegna hættunnar á eldgosi. fréttablaðið/vilhelm Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag. Bárðarbunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlamenn, jarðvísindamenn og áhugaljósmyndarar hafa lagt leið sína um Nýjadal á Sprengisandi frá því á laugardag, eða frá því tilkynnt var um eldgos undir sporði Dyngjujökuls. Frá Nýjadal er hægt að komast næst Bárðarbungu sunnan frá og útsýnið er gott yfir jökulinn. Landvörður í Nýjadal segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur hafi minnkað sé alltaf einhver umferð ferðamanna á svæðinu og um þriðjungur þeirra hafi ekki hugmynd um eldgosahættuna. „Verkefni mín snúast fyrst og fremst um að vera í góðu símasambandi og upplýsa ferðamenn um gosið og hættuna á öskuskýi. Öskuský er helsta hættan hér sunnanmegin við Vatnajökul, enda getur fólk villst af leið og týnst,“ segir Stefanía Ragnarsdóttir landvörður og bætir við að helst sé reynt að fá ferðamenn til að breyta ferðaplönum sínum og ganga ekki utan vega.Stefanía RagnarsdóttirFlestir taka leiðbeiningum vel en sumir verða aðeins of spenntir og vilja komast nær hættusvæðinu. „Þá útskýri ég fyrir þeim hættuna við öskuský. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu og heldur að eldgos sé bara flott sjónarspil.“ Það er einmitt forvitni ferðamanna sem hefur valdið því að nauðsynlegt þykir að björgunarsveitarmenn standi vörð við afleggjarann að Gæsavatnaleið. Vegurinn nær alveg undir jökul og eru einungis 30 kílómetrar að Bárðarbungu í beinni loftlínu frá afleggjaranum. Því hefur vegurinn verið lokaður síðustu fjóra daga. Lokunin er vel merkt og keðja fyrir veginum en það dugar ekki til að halda fólki frá. „Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna á föstudagsnótt þurftum við að þræta við erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað,“ segir Jóhann Jóhannesson björgunarsveitarmaður. „Við treystum því engan veginn að fólk virði lokunina, ekki einu sinni þótt bíllinn sé hér fyrir, og sofum því á vöktum yfir nóttina.“ Björgunarsveitarmennirnir vissu ekki hve lengi þeir yrðu áfram í Nýjadal í ljósi þess að gosið er ekki hafið. Þeir eru í biðstöðu líkt og landvörðurinn sem er búinn að pakka öllu sínu hafurtaski saman, ef nauðsynlegt þykir að rýma svæðið, ásamt áhugaljósmyndurum og fjölmiðlamönnum sem eru í startholunum með myndavélar tilbúnar til að ná fyrstu myndum af gosinu, sem aldrei lét sjá sig í fyrradag.
Bárðarbunga Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira