Arnfirðingar vilja breyta veðurkortinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. ágúst 2014 07:30 Þá sem horfðu á veðurfréttirnar 5. ágúst hefur örugglega ekki fýst í að fara vestur. Þar voru sýnd fimm stig á Vestfjörðum meðan þau reyndust um 14 á Bíldudal. „Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Það er náttúrlega ekkert vit í því að hitatölur frá annesjum við ystu höf séu látnar standa fyrir veðrið á Vestfjörðum,“ segir Valdimar Gunnarsson, félagi í Arnfirðingafélaginu. Hann sendi Veðurstofunni bréf þar sem það er gagnrýnt að veðurmælingar frá veðurathugunarstöðinni í Bolungarvík séu látnar standa fyrir veðurfar á Vestfjörðum á yfirlitskortinu. Þar segir að þann 5. ágúst síðastliðinn hafi yfirlitskortið í veðurfréttatímanum sagt að fimm stig væru á Vestfjörðum en þá voru Bílddælingar að sleikja sólina í fjórtán stiga hita. Valdimar segir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað á Bíldudal undanfarin ár en íslenskum ferðamönnum síður enda sé ekki mikill hvati til þess að bregða sér vestur þegar svo lágar hitatölur séu látnar segja til um veðurfarið fyrir vestan. „Það er því mikið í húfi fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum,“ segir Valdimar.Valdimar Gunnarsson„Já, það er oft töluvert kaldara þarna yst við Djúp en í Arnarfirði, sérstaklega í norðaustanátt á sumrin, þetta er alveg rétt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur. Hann hefur þegar brugðist við gagnrýninni. „Ég fór að bæta við hitatölum sem gætu staðið fyrir Bíldudal þá daga sem líklegt er að einhverju muni í hita og hvatti félaga mína til að fylgja fordæminu. En við erum að fara yfir þessi mál núna og ráða ráðum okkar en það eru fleiri staðir á landinu í hliðstæðri stöðu.“ Hann nefnir sem dæmi að stundum sé þoka og frekar svalt niðri á Austfjörðum en á sama tíma heiðskírt og afar hlýtt uppi á Héraði. Hitatala frá öðrum hvorum staðnum er því ekki lýsandi fyrir svæðið í slíkum tilfellum. Hann segir breytinga að vænta með haustinu. „Hugmyndin sem er uppi núna er að fækka táknum svo hægt sé að hafa fleiri hitatölur inni. Við gætum síðan sagt frá skýjafari og vindi í öðrum kortum.“ Haraldur segir veðursældina á Bíldudal vera sér vel ljósa frá því komið var þar upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð árið 1998. Hún hefur orðið tilefni skrifa í erlend fræðirit.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira