Vel hægt að innrita níundubekkinga 23. ágúst 2014 00:01 Menntaskólinn í Reykjavík bíður svara frá menntamálaráðuneytinu um hvort skólinn megi innrita nemendur úr níunda bekk. Vísir/GVA Stjórnendur Menntaskólans í Reykjavík (MR) bíða svara frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn um hvort þeir megi innrita nemendur úr níunda bekk grunnskóla. Fáist leyfið heldur skólinn áfram að útskrifa stúdenta eftir fjögurra ára nám. Formenn Skólameistarafélags Íslands og Skólastjórafélagsins telja að það ætti að heimila MR að innrita nemendur úr níunda bekk. „Mér finnst þetta mjög jákvætt,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélagsins.Hjalti Jón SveinssonHún segir að fyrir hrun hafi nemendur í efstu bekkjum grunnskólans getað tekið áfanga í hinum ýmsu framhaldsskólum. Á þann hátt hafi þeir getað flýtt fyrir sér og útskrifast á skemmri tíma en fjórum árum. „Þegar menn fóru að skera niður eftir hrun var þetta eitt af því sem var skorið burt,“ segir Svanhildur og bætir við að þetta hafi verið komið vel á veg en þá komið bakslag. „Það þarf sveigjanleika fyrir nemendur og viðurkenningu á því að ekki hentar öllum það sama,“ segir hún. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að hann hafi haft þá skoðun lengi að það eigi að útskrifa nemendur úr framhaldsskólum þegar þeir eru 19 ára. Í því skyni eigi að gera skilin á milli framahaldsskóla og grunnskóla sveigjanlegri. Það megi alveg hugsa sér að stytta grunnskólann um eitt ár og hafa framhaldsskólann fjögur ár.svanhildur María Ólafsdóttir„Það er hægt að fara ýmsar leiðir. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka duglega nemendur úr níunda bekk grunnskóla inn í framhaldsskólana,“ segir Hjalti Jón. Hann segir að VMA hafi boðið upp á ýmsar leiðir fyrir nemendur sem hafi viljað flýta fyrir sér. „Við höfum innritað nemendur sem hafa lokið níunda bekk og við höfum tekið inn krakka um áramót úr tíunda bekk. Þá höfum við boðið upp á að nemendur geti tekið áfanga í staðnámi eða fjarnámi á meðan þeir eru enn í grunnskóla. Mörg þeirra hafa með þessu móti getað stytt nám til lokaprófs um eina til tvær annir,“ segir Hjalti Jón. Hann bætir við að þetta sýni að góðir nemendur hafi nægan tíma fyrir skólann og að þeir vilji sinna ögrandi verkefnum. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Stjórnendur Menntaskólans í Reykjavík (MR) bíða svara frá menntamálaráðuneytinu við fyrirspurn um hvort þeir megi innrita nemendur úr níunda bekk grunnskóla. Fáist leyfið heldur skólinn áfram að útskrifa stúdenta eftir fjögurra ára nám. Formenn Skólameistarafélags Íslands og Skólastjórafélagsins telja að það ætti að heimila MR að innrita nemendur úr níunda bekk. „Mér finnst þetta mjög jákvætt,“ segir Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélagsins.Hjalti Jón SveinssonHún segir að fyrir hrun hafi nemendur í efstu bekkjum grunnskólans getað tekið áfanga í hinum ýmsu framhaldsskólum. Á þann hátt hafi þeir getað flýtt fyrir sér og útskrifast á skemmri tíma en fjórum árum. „Þegar menn fóru að skera niður eftir hrun var þetta eitt af því sem var skorið burt,“ segir Svanhildur og bætir við að þetta hafi verið komið vel á veg en þá komið bakslag. „Það þarf sveigjanleika fyrir nemendur og viðurkenningu á því að ekki hentar öllum það sama,“ segir hún. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) og formaður Skólameistarafélags Íslands, segir að hann hafi haft þá skoðun lengi að það eigi að útskrifa nemendur úr framhaldsskólum þegar þeir eru 19 ára. Í því skyni eigi að gera skilin á milli framahaldsskóla og grunnskóla sveigjanlegri. Það megi alveg hugsa sér að stytta grunnskólann um eitt ár og hafa framhaldsskólann fjögur ár.svanhildur María Ólafsdóttir„Það er hægt að fara ýmsar leiðir. Það er ekkert því til fyrirstöðu að taka duglega nemendur úr níunda bekk grunnskóla inn í framhaldsskólana,“ segir Hjalti Jón. Hann segir að VMA hafi boðið upp á ýmsar leiðir fyrir nemendur sem hafi viljað flýta fyrir sér. „Við höfum innritað nemendur sem hafa lokið níunda bekk og við höfum tekið inn krakka um áramót úr tíunda bekk. Þá höfum við boðið upp á að nemendur geti tekið áfanga í staðnámi eða fjarnámi á meðan þeir eru enn í grunnskóla. Mörg þeirra hafa með þessu móti getað stytt nám til lokaprófs um eina til tvær annir,“ segir Hjalti Jón. Hann bætir við að þetta sýni að góðir nemendur hafi nægan tíma fyrir skólann og að þeir vilji sinna ögrandi verkefnum.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira