Ellefu skólar leggja niður busavígslur Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2014 00:01 Miklar hefðir einkenna busavígslu Menntaskólans í Reykjavík. Eldri nemendur í gervi svokallaðra böðla sjást hér blóðþyrstir við upphaf busavígslu. Fréttablaðið/GVA Einungis fjórir menntaskólar hyggjast hafa busavígslu með hefðbundnu sniði í byrjun skólaársins. Menntaskólinn í Reykjavík ætlar að halda í hefðir og tollera nýnema. Formaður Skólameistarafélags Íslands fagnar falli busavígslunnar. Ellefu framhaldsskólar hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur í ár. Einungis fjórir skólar á landinu halda í hefðina um hefðbundna busavígslu þó þær hafi mildast mjög.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.Menntaskólinn í Reykjavík er einn þeirra skóla sem ekki gera viðamiklar breytingar á busavígslu sinni í ár. „Kjarninn í athöfninni hingað til hefur verið tolleringin. Hún er áratuga gömul. Við viljum gjarnan halda í hana,“ segir Bjarni Gunnarsson, konrektor MR. Hann segir að borið hafi á stríðni og leiðindum í tengslum við busavígslu skólans en reynt sé að fylgjast vel með því. „Við viljum gera alla umgjörð jákvæðari og skemmtilegri.“ Á meðal þeirra skóla sem gera miklar breytingar á busavígslunni í ár er Menntaskólinn á Ísafirði. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, lagði könnun fyrir nemendur sína á vormánuðum árið 2013. „Í gær sendi ég svo út tilkynningu til nemenda og skólanefndar þar sem ég benti á umræður og niðurstöður þeirra um að busavígslur skyldu lagðar af og aðdragandi þeirra líka. Það er ekki bara vígslan sjálf heldur líka aðdragandinn sem hefur verið með viðmótsbrag af busavígslu í sinni verstu mynd. Skilaboðin núna eru skýr,“ segir Jón Reynir. Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands.Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, fagnar því að busavígslan sé að leggjast af í framhaldsskólum landsins. „Það gleður mig óstjórnlega. Þetta hefur verið áhyggjuefni margra kollega minna. Ég held að málið sé að ná samkomulagi við nemendur sem vilja halda í þetta sem þeir kalla gamla siði og venjur.“ Hjalti segir að víðast hvar hafi busavígslan gengið út í öfgar. „Það verður ekki lengur við það unað í siðuðu samfélagi.“ Hjalti er gagnrýninn á að Menntaskólinn í Reykjavík hyggist leyfa tolleringar áfram. „Tolleringin er ævagamall siður en málið er það að þetta fer úr böndunum. Það getum við ekki sætt okkur við. Við þurfum að geta ábyrgst það að allir séu sáttir og líði vel í kringum þetta,“ segir Hjalti.Engar busavígslurEftirtaldir framhaldsskólar bætast í hóp þeirra skóla sem ekki hafa busavígslu:BorgarholtsskóliFjölbrautaskólinn í BreiðholtiFjölbrautaskólinn í GarðabæFjölbrautaskóli Norðurlands vestraFjölbrautaskóli SnæfellingaFjölbrautaskóli SuðurnesjaKvennaskólinn í ReykjavíkMenntaskólinn að LaugarvatniMenntaskólinn á EgilsstöðumMenntaskólinn á ÍsafirðiMenntaskólinn við SundBusavígsla í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti á níunda áratugnum.Vísir/Ljósmyndasafn ReykjavíkurBusavígsla í Kvennaskólanum árið 2009.Vísir/StefánBusavígsla í Flensborg árið 2007.Vísir/Anton BrinkNýnemar horfast í augu við böðul sinn sem stendur fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík fyrir busavígslu árið 2011.Vísir/ValliBusavígsla í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976.Vísir/Ljósmyndasafn ReykjavíkurBusar boðnir velkomnir í Verzlunarskóla Íslands með kökuboði árið 1977.Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Einungis fjórir menntaskólar hyggjast hafa busavígslu með hefðbundnu sniði í byrjun skólaársins. Menntaskólinn í Reykjavík ætlar að halda í hefðir og tollera nýnema. Formaður Skólameistarafélags Íslands fagnar falli busavígslunnar. Ellefu framhaldsskólar hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur í ár. Einungis fjórir skólar á landinu halda í hefðina um hefðbundna busavígslu þó þær hafi mildast mjög.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.Menntaskólinn í Reykjavík er einn þeirra skóla sem ekki gera viðamiklar breytingar á busavígslu sinni í ár. „Kjarninn í athöfninni hingað til hefur verið tolleringin. Hún er áratuga gömul. Við viljum gjarnan halda í hana,“ segir Bjarni Gunnarsson, konrektor MR. Hann segir að borið hafi á stríðni og leiðindum í tengslum við busavígslu skólans en reynt sé að fylgjast vel með því. „Við viljum gera alla umgjörð jákvæðari og skemmtilegri.“ Á meðal þeirra skóla sem gera miklar breytingar á busavígslunni í ár er Menntaskólinn á Ísafirði. Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, lagði könnun fyrir nemendur sína á vormánuðum árið 2013. „Í gær sendi ég svo út tilkynningu til nemenda og skólanefndar þar sem ég benti á umræður og niðurstöður þeirra um að busavígslur skyldu lagðar af og aðdragandi þeirra líka. Það er ekki bara vígslan sjálf heldur líka aðdragandinn sem hefur verið með viðmótsbrag af busavígslu í sinni verstu mynd. Skilaboðin núna eru skýr,“ segir Jón Reynir. Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands.Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, fagnar því að busavígslan sé að leggjast af í framhaldsskólum landsins. „Það gleður mig óstjórnlega. Þetta hefur verið áhyggjuefni margra kollega minna. Ég held að málið sé að ná samkomulagi við nemendur sem vilja halda í þetta sem þeir kalla gamla siði og venjur.“ Hjalti segir að víðast hvar hafi busavígslan gengið út í öfgar. „Það verður ekki lengur við það unað í siðuðu samfélagi.“ Hjalti er gagnrýninn á að Menntaskólinn í Reykjavík hyggist leyfa tolleringar áfram. „Tolleringin er ævagamall siður en málið er það að þetta fer úr böndunum. Það getum við ekki sætt okkur við. Við þurfum að geta ábyrgst það að allir séu sáttir og líði vel í kringum þetta,“ segir Hjalti.Engar busavígslurEftirtaldir framhaldsskólar bætast í hóp þeirra skóla sem ekki hafa busavígslu:BorgarholtsskóliFjölbrautaskólinn í BreiðholtiFjölbrautaskólinn í GarðabæFjölbrautaskóli Norðurlands vestraFjölbrautaskóli SnæfellingaFjölbrautaskóli SuðurnesjaKvennaskólinn í ReykjavíkMenntaskólinn að LaugarvatniMenntaskólinn á EgilsstöðumMenntaskólinn á ÍsafirðiMenntaskólinn við SundBusavígsla í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti á níunda áratugnum.Vísir/Ljósmyndasafn ReykjavíkurBusavígsla í Kvennaskólanum árið 2009.Vísir/StefánBusavígsla í Flensborg árið 2007.Vísir/Anton BrinkNýnemar horfast í augu við böðul sinn sem stendur fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík fyrir busavígslu árið 2011.Vísir/ValliBusavígsla í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976.Vísir/Ljósmyndasafn ReykjavíkurBusar boðnir velkomnir í Verzlunarskóla Íslands með kökuboði árið 1977.Vísir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira