Innlent

88 langreyðar veiddar í sumar

Freyr Bjarnason skrifar
Leyfi er fyrir veiðum á 154 langreyðum á þessu ári.
Leyfi er fyrir veiðum á 154 langreyðum á þessu ári. Fréttablaðið/Vilhelm

Síðan hvalveiðitímabilið hófst 15. júní síðastliðinn höfðu 88 langreyðar verið dregnar að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði í fyrradag. Leyfi er fyrir veiðum á 154 langreyðum á þriggja mánaða tímabili og enn er því töluverður tími til að fylla kvótann.

„Þetta hefur gengið þokkalega vel. Þetta eru aðeins færri dýr en á sama tíma í fyrra. Það er búið að vera erfitt tíðarfar en þetta kemur allt,“ segir Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, stöðvarstjóri Hvals í Hvalstöðinni, aðspurður.

Veiðarnar hafa farið fram fyrir austan Surtsey en þar hefur ekki verið veitt undanfarin ár. „Hún er eitthvað á eftir æti þarna,“ segir Gunnlaugur Fjólar. Um 150 manns sinna störfum sem tengjast veiðunum. Níutíu eru í vinnslunni í Hvalfirði, auk hvalveiðimanna og þeirra sem starfa á Akranesi og í Hafnarfirði. Hvalkjötið sem veiðist fer allt á Japansmarkað og segir Gunnlaugur ekkert mál að selja það þangað.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.