Erlent

Friðarviðræður um vopnahlé í Suður-Súdan að hefjast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðarviðræður um vopnahlé í Suður-Súdan.
Friðarviðræður um vopnahlé í Suður-Súdan. nordicphotos/epa
Friðarviðræður hófust í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í morgun en markmiðið er að stöðva blóðuga bardaga í Suður-Súdan sem hafa geisað þar í landi milli uppreisnarmanna og stjórnvalda.

Stuðningsmenn Salva Kiir forseta Suður-Súdan og stuðningsmenn Riek Machar fyrrverandi varaforseta eru staddir í Addis Ababa þar sem viðræðurnar fara fram en átök brutust út í síðasta mánuði þegar Kiir rak Machar.

Fylgismenn Machar hafa eftir það barist við stjórnvöld um völd í landinu.

Umræðan snýst um er hvernig eftirlitið verður með vopnahléinu.

Yfir 1.000 manns hafa látist í átökunum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×