Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:00 Möguleikar hafa orðið til í Suður-Afríku á ættleiðingum fyrir hinsegin fólk. NORDICPHOTOS/AFP Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“ Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Sjá meira
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Sjá meira