Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2014 12:00 Möguleikar hafa orðið til í Suður-Afríku á ættleiðingum fyrir hinsegin fólk. NORDICPHOTOS/AFP Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“ Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann. Kristinn bendir á að í svokölluðum upprunalöndum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá, sé staða mannréttinda öðruvísi en á Íslandi. „Stjórnarskrá Suður-Afríku og lög þar í landi eru hins vegar mjög höll undir réttlæti. Þar hafa menn nefnilega horfst í augu við mikið óréttlæti í gegnum tíðina.“ Danska parið, Thomas Møller og Rasmus Holm, kom nýlega heim með tæplega níu mánaða gamla dóttur frá Suður-Afríku. Í viðtali við Politiken greina þeir frá því að þeir hafi þurft að sætta sig við að ættleiða barn með skilgreindar þarfir. Kristinn bendir á að sömu reglur hafi gilt fyrir einhleypa. „Einhleypir hafa færri tækifæri til að ættleiða börn. Yfirleitt er um að ræða eldri börn eða börn með skilgreindar þarfir. Það eru færri sem vilja ættleiða þessi börn og upprunaríkin reyna endalaust að finna foreldra sem vilja þau. Ég held að þetta eigi eftir að breytast heilmikið á næstu tíu árum. Þetta fyrsta skref er ákaflega gleðilegt og eykur möguleika fleiri barna á að eignast foreldra.“
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira