Íslendingar fræddir um fornt fjörusnakk Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. júlí 2014 10:00 Hér er Karl í fjörugróðrinum en slíku góssi getum við eflaust þakkað að Egill Skallagrímsson tók á sig rögg og orti Sonatorrek MYND/ANNA HALLIN Karl Gunnarsson líffræðingur og japanski meistarakokkurinn Kuniko Ibayashi Changchien héldu nýlega námskeið að Nýp á Skarðsströnd en það hófst með því að farið var í fjöruna við Saurbæ til að ná í hráefnið. Þetta kann að þykja nýstárlegt en Karl segir að í raun sé um forníslenska matarhefð að ræða. „Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum,“ segir Karl. „Þær koma til dæmis úr Íslendingasögum, Sturlungu og svo er kveðið á um það í Grágás hver á réttinn til að tína þetta úr fjöru.“ Það er því ljóst að sá er greip þara í leyfisleysi gat átt hegningu yfir höfði sér. Söl skipuðu meira að segja nokkurn sess í Egils sögu en skáldið fastaði í sorg sinni við fráfall sona sinna. Þorgerður dóttir hans fékk hann hins vegar til þess að borða söl sem varð til þess að hann tók sér tak og orti þá Sonatorrek, endurnærður. „Það er gaman að geta þess að Egill þekkti ekki til sölvanna en það gerði Þorgerður hins vegar,“ segir Karl sem greinilega hefur álíka gaman af fornsögum og fjörugróðri. „Enda var hún tengdadóttir Melkorku, sem var dóttir Mýrkjartans Írlandskonungs, en það er einmitt þaðan sem við Íslendingar lærðum þessa matargerð. Hún tíðkaðist hins vegar ekki í Noregi á þeim tíma.“ Vitað er að á 17. og 18. öld fór fram mikil sölvatekja á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjölmenntu bændur þangað og keyptu sér tunnu fyrir veturinn og borðuðu svo upp úr henni söl rétt eins og við borðum kartöfluflögur og poppkorn nú til dags. Námskeið Karls og Kuniko að Nýp um síðustu helgi var svo vel sótt að halda varð annað á þriðjudag en einnig var uppselt á það. Karl hefur um langt skeið kynnt þessa hefð og möguleika á frekari nýtingu þörunga.Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona hefur í þrjú undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum sem þessum sem sífellt verða vinsælli. Þrjú fyrirtæki stunda síðan sölvavinnslu hér á landi og er til dæmis eitt þeirra, Iceland Seaweed, með sölu á netinu. Það er því aldrei að vita nema snakk fornmannanna verði móðins á nýjan leik. Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Karl Gunnarsson líffræðingur og japanski meistarakokkurinn Kuniko Ibayashi Changchien héldu nýlega námskeið að Nýp á Skarðsströnd en það hófst með því að farið var í fjöruna við Saurbæ til að ná í hráefnið. Þetta kann að þykja nýstárlegt en Karl segir að í raun sé um forníslenska matarhefð að ræða. „Við eigum elstu heimildir um nýtingu sjávarþörunga til matar á Vesturlöndum,“ segir Karl. „Þær koma til dæmis úr Íslendingasögum, Sturlungu og svo er kveðið á um það í Grágás hver á réttinn til að tína þetta úr fjöru.“ Það er því ljóst að sá er greip þara í leyfisleysi gat átt hegningu yfir höfði sér. Söl skipuðu meira að segja nokkurn sess í Egils sögu en skáldið fastaði í sorg sinni við fráfall sona sinna. Þorgerður dóttir hans fékk hann hins vegar til þess að borða söl sem varð til þess að hann tók sér tak og orti þá Sonatorrek, endurnærður. „Það er gaman að geta þess að Egill þekkti ekki til sölvanna en það gerði Þorgerður hins vegar,“ segir Karl sem greinilega hefur álíka gaman af fornsögum og fjörugróðri. „Enda var hún tengdadóttir Melkorku, sem var dóttir Mýrkjartans Írlandskonungs, en það er einmitt þaðan sem við Íslendingar lærðum þessa matargerð. Hún tíðkaðist hins vegar ekki í Noregi á þeim tíma.“ Vitað er að á 17. og 18. öld fór fram mikil sölvatekja á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fjölmenntu bændur þangað og keyptu sér tunnu fyrir veturinn og borðuðu svo upp úr henni söl rétt eins og við borðum kartöfluflögur og poppkorn nú til dags. Námskeið Karls og Kuniko að Nýp um síðustu helgi var svo vel sótt að halda varð annað á þriðjudag en einnig var uppselt á það. Karl hefur um langt skeið kynnt þessa hefð og möguleika á frekari nýtingu þörunga.Þóra Sigurðardóttir myndlistarkona hefur í þrjú undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum sem þessum sem sífellt verða vinsælli. Þrjú fyrirtæki stunda síðan sölvavinnslu hér á landi og er til dæmis eitt þeirra, Iceland Seaweed, með sölu á netinu. Það er því aldrei að vita nema snakk fornmannanna verði móðins á nýjan leik.
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira