Innlent

Bæjarstjóri fagnar áfrýjun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bæjarstjórinn vill að fólk veiti málinu athygli.
Bæjarstjórinn vill að fólk veiti málinu athygli. Aðsend mynd.
Síldarvinnslan hefur áfrýjað máli sem Vestmannaeyjabær höfðaði gegn félaginu til efnda á forkaupsrétti sveitarfélagsins þegar bátar og aflaheimildir Bergs-Hugins voru seld frá Vestmannaeyjum í lok ágúst 2012.

Elliði Vignisson bæjarstjóri sendi í fyrradag tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann segir að Vestmannaeyjabær fagni því að látið verði reyna enn frekar á rétt sveitarfélaga og almennra íbúa sjávarbyggða með áfrýjun til Hæstaréttar. Þá eru þingmenn og íbúar sjávarbyggða hvattir til að veita þessu máli ríka athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×