Innlent

Þrjú risaskip við höfnina

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Umferð við höfnina. Það var nóg um að vera í höfninni á Ísafirði í gær.
Umferð við höfnina. Það var nóg um að vera í höfninni á Ísafirði í gær. Vísir/HAFÞÓR GUNNARSSON
Sífellt fleiri skemmtiferðaskip venja komur sínar vestur á Ísafjörð og mátti sjá skýra birtingarmynd þess í gær en þá lágu þrjú slík við bryggju.

Að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, er þetta í fyrsta sinn sem þrjú skemmtiferðaskip liggja við bryggjuna. Þó hefur það gerst að eitt hafi legið við bryggju en tvö við akkeri í höfninni svo Ísfirðingar eru svo sem ekki óvanir umferð af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×