Færri fæðast heyrnarlausir og fleiri fá kuðungsígræðslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 00:01 Árið 2011 voru lög samþykkt þar sem táknmál var viðurkennt sem fyrsta tungumál heyrnarlausra og fögnuðu margir á þingpöllunum. Með fleiri kuðungsígræðslum er hvatt til þess að heyrnarlausir séu tvítyngdir og geti bæði tjáð sig á íslensku og táknmáli. Vísir/HAG Samfélag heyrnarlausra hefur ekki minnkað en meðalaldurinn fer hækkandi. Ástæðan er sú að tíðni hefur staðið í stað. Á fimmta til sjöunda áratug síðustu aldar fæddust stórir árgangar heyrnarlausra barna sem þýðir að flestir heyrnarlausra eru á milli fimmtugs og sjötugs. Ástæðan er faraldur sjúkdóma sem mæðurnar fengu, meðal annars rauðir hundar. „Aðalástæða þess að færri fæðast heyrnarlausir í dag er bætt mæðra- og ungbarnavernd. Bólusett hefur verið fyrir ýmsum sjúkdómum, fylgst er betur með mæðrum á meðgöngu og fyrirburar fá betri meðhöndlun,“ segir Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Það eru fyrst og fremst veirusýkingar og ættgengi sem veldur heyrnarleysi frá fæðingu í dag. Talið er að um 0,01 prósent barna fæðist heyrnarlaus eða um eitt barn á ári á Íslandi. Af þeim börnum fara langflest í kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að heyra, beita tungumálinu og taka virkari þátt í samfélagi heyrandi manna. Með hækkandi meðalaldri og fleiri kuðungsígræðslum er þó ekki þar með sagt að heyrnarlausum muni fækka, því þótt einstaklingur sé með kuðungsígræðslu hættir hann ekki að vera heyrnarlaus.Heiðdís dögg Eiríksdóttir„Það eru vissulega færri í dag sem eru hreint og beint heyrnarlausir,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „En kuðungsígræðslur virka í raun eins og heyrnartæki. Fötlunin er enn til staðar og einstaklingurinn er heyrnarlaus. Þar að auki verður heyrnin ekki fullkomin og líkaminn getur hafnað tækninni. Því er svo mikilvægt að heyrnarlaus börn læri líka táknmál.“ Heiðdís Dögg Eiríksdóttir segir flest börn sem fá kuðungsígræðslu tileinka sér íslensku en eingöngu sum tvítyngi, það er íslensku og táknmál. Það þýðir að þeim sem nota íslenskt táknmál fer vissulega fækkandi og líkur á að samfélag heyrnarlausra breytist mikið í kjölfarið. „Hlutverk Félags heyrnarlausra breytist með breytingum í samfélaginu og breyttum þörfum. Þannig er fólk með kuðungsígræðslu nýr hópur með nýja hagsmuni sem við berjumst fyrir. Einnig er alltaf mikilvægt að aðgengi að táknmáli sé til staðar.“ Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Samfélag heyrnarlausra hefur ekki minnkað en meðalaldurinn fer hækkandi. Ástæðan er sú að tíðni hefur staðið í stað. Á fimmta til sjöunda áratug síðustu aldar fæddust stórir árgangar heyrnarlausra barna sem þýðir að flestir heyrnarlausra eru á milli fimmtugs og sjötugs. Ástæðan er faraldur sjúkdóma sem mæðurnar fengu, meðal annars rauðir hundar. „Aðalástæða þess að færri fæðast heyrnarlausir í dag er bætt mæðra- og ungbarnavernd. Bólusett hefur verið fyrir ýmsum sjúkdómum, fylgst er betur með mæðrum á meðgöngu og fyrirburar fá betri meðhöndlun,“ segir Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Það eru fyrst og fremst veirusýkingar og ættgengi sem veldur heyrnarleysi frá fæðingu í dag. Talið er að um 0,01 prósent barna fæðist heyrnarlaus eða um eitt barn á ári á Íslandi. Af þeim börnum fara langflest í kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að heyra, beita tungumálinu og taka virkari þátt í samfélagi heyrandi manna. Með hækkandi meðalaldri og fleiri kuðungsígræðslum er þó ekki þar með sagt að heyrnarlausum muni fækka, því þótt einstaklingur sé með kuðungsígræðslu hættir hann ekki að vera heyrnarlaus.Heiðdís dögg Eiríksdóttir„Það eru vissulega færri í dag sem eru hreint og beint heyrnarlausir,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „En kuðungsígræðslur virka í raun eins og heyrnartæki. Fötlunin er enn til staðar og einstaklingurinn er heyrnarlaus. Þar að auki verður heyrnin ekki fullkomin og líkaminn getur hafnað tækninni. Því er svo mikilvægt að heyrnarlaus börn læri líka táknmál.“ Heiðdís Dögg Eiríksdóttir segir flest börn sem fá kuðungsígræðslu tileinka sér íslensku en eingöngu sum tvítyngi, það er íslensku og táknmál. Það þýðir að þeim sem nota íslenskt táknmál fer vissulega fækkandi og líkur á að samfélag heyrnarlausra breytist mikið í kjölfarið. „Hlutverk Félags heyrnarlausra breytist með breytingum í samfélaginu og breyttum þörfum. Þannig er fólk með kuðungsígræðslu nýr hópur með nýja hagsmuni sem við berjumst fyrir. Einnig er alltaf mikilvægt að aðgengi að táknmáli sé til staðar.“
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira