Sjúklingarnir borga: Enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 13:00 Gylfi Arnbjörnsson Vísir/Vilhelm „Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Ég hélt að það ætti að vera kyrrð um gjaldskrárhækkanir hins opinbera. Verið er að hækka gjöld á fólki sem hefur ekkert val um hvort það nýtir þjónustuna eða ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Þátttaka sjúklinga í kostnaði vegna sérfræðilækna hækkaði í byrjun mánaðarins um 4,9 prósent að meðaltali. Sjúkratryggingar Íslands sögðu að hækkanirnar mætti fyrst og fremst rekja til gjaldskrárhækkana sérfræðilækna. Sjúkratryggingar sömdu við sérfræðilækna, sem höfðu verið samningslausir frá 2011, í byrjun janúar. „Okkur var sagt í byrjun janúar að samningar við sérfræðilækna rúmuðust innan sameiginlegrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um stöðugleika. Að hækka gjaldskrána nú ber ekki vott um stöðugleika,“ segir Gylfi. Almenningur sé alltaf að borga meira og meira fyrir læknisþjónustu. Gylfi segist velta því fyrir sér hvort það sé stefna stjórnvalda að velta öllum hækkunum í heilbrigðiskerfinu yfir á sjúklinga. „Þetta er enn ein blauta tuskan frá stjórnvöldum,“ segir hann.Kom á óvart Margir urðu undrandi þegar í ljós kom að greiðsluþátttaka almennings vegna kostnaðar við sérfræðilæknaþjónustu hafði hækkað um 4,9 prósent að meðaltali. Nordicphotos/GettyKristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, sagði í samtali við Fréttablaðið þegar samningur Sjúkratrygginga og lækna var undirritaður í janúar að hann myndi lækka kostnað sjúklinga og er enn þeirrar skoðunar. „Á undanförnum árum má segja, í grófum dráttum, að ríkið hafi greitt 70 prósent af kostnaði við sérfræðilæknaþjónustu en sjúklingar 30 prósent. Á meðan sérfræðilæknar voru samningslausir rukkuðu þeir aukagjald og það var mat manna að hlutfall sjúklinga í kostnaðinum væri orðið rúm 40 prósent. Við samninginn lækkaði það aftur niður í 30 prósent,“ segir Kristján og bætir við að heilbrigðisráðherra ákveði hverju sinni hversu stóran hlut sjúklingurinn borgar og hvernig. Nú hafi ráðherra ákveðið að hækka sjúklingagjaldið örlítið en heildarverð til sérfræðilækna breytist ekki. Þeir fái það sama í sinn hlut og þeir fengu á fyrri helmingi ársins.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira