Erlent

Þúsundir minnast franska kennarans

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fólk lagði leið sína að skólanum þar sem kennarinn var myrtur og lagði blóm við vegginn til minningar um hana.
Fólk lagði leið sína að skólanum þar sem kennarinn var myrtur og lagði blóm við vegginn til minningar um hana. vísir/afp
Í gær tóku nokkur þúsund manns, þar á meðal margar fjölskyldur nemenda, þátt í þögulli göngu til minningar um hina 34 ára gömlu Fabienne Terral-Calmels sem var stungin til bana í skólastofu sinni síðasta skóladag skólaársins.

Margir lögðu einnig leið sína í skólann þar sem atburðurinn átti sér stað og lögðu blóm við vegg skólans. 



Móðir nemenda hennar stakk kennarann til bana í viðurvist nemendanna í bænum Albi í Frakklandi í síðustu viku. Sú grunaða gerði tilraun til að flýja af vettvangi en var gripin tuttugu mínútum síðar í nágrenni skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×