Innlent

Svínabændur ráða dýralækna

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Matvælastofnun ætlar að fylgjast með að svínabændur fari að lögum.
Matvælastofnun ætlar að fylgjast með að svínabændur fari að lögum. Fréttablaðið/PJETUR
„Stóru svínabúin hafa ráðið dýralækna til að gelda grísi með deyfingu,“ segir Auður Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.

Ný lög um dýravernd tóku gildi um síðustu áramót og samkvæmt þeim er bannað að gelda grísi án deyfingar. Svínabændur hunsuðu ákvæði laganna. Það var ekki fyrr en RÚV birti fréttir af málinu að yfirvöld ákváðu að aðhafast eitthvað. Matvælastofnun gaf svínaræktendum frest til 10. júní til að skila áætlun um hvernig þeir hygðust hætta ólöglegum geldingum á grísum.

Sextán stór svínabú eru á landinu og auk þess eru nokkrir bændur sem ala nokkur svín. Auður segir að Matvælastofnun komi til með að fylgjast með því að svínabændur fari að lögum. Fulltrúar stofnunarinnar komi til með að heimsækja búin og sinna reglubundnu eftirliti.

„Nú eiga öll búin að láta gelda grísi með deyfingu. Það eru engar undantekningar frá þeirri reglu,“ segir Auður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.