Erlent

32 vörubílstjórar frelsaðir í Írak

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mennirnir hafa verið í haldi síðan í byrjun júní en voru í góðu ásigkomulagi. Þeir voru fluttir til Tyrklands í gær.
Mennirnir hafa verið í haldi síðan í byrjun júní en voru í góðu ásigkomulagi. Þeir voru fluttir til Tyrklands í gær. Mynd/AFP
Þrjátíu og tveimur tyrkneskum vörubílstjórum, sem íraskir hermenn höfðu tekið sem gísla, var sleppt í dag. Þeir voru vel haldnir að sögn Ahmets Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, utan eins sem þurfti læknisaðstoð.

Mennirnir hafa verið í haldi hermanna síðan 9. júní en þeir voru teknir í Mosúl þegar íraskir öfgamenn yfirtóku borgina.

Enn eru þó 49 manns í haldi öfgamannanna en unnið er að því að fá það fólk frelsað. Öll voru starfsmenn tyrknesku ræðismannsskrifstofunnar í Mosúl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×