Erlent

Hálf milljón mótmælti í Hong Kong

Ingvar haraldsson skrifar
Lögregla dró þá mótmælendur á brott sem ekki vildu fara að sjálfsdáðum.
Lögregla dró þá mótmælendur á brott sem ekki vildu fara að sjálfsdáðum. vísir/ap
Yfir fimm hundruð manns voru handteknir í setumótmælum á einni af helstu umferðaræðum Hong Kong.

Mótmælendur ætluðu sér að sitja fram til átta að morgni til að trufla morgunumferðina en lögregla tvístraði mótmælendum áður en til þess kom.

Skipuleggjur mótmælanna segja 510 þúsund manns hafa komið saman. Markmiðið var að mótmæla auknum afskiptum stjórnvalda í Kína af íbúum Hong Kong og sjálfstjórn svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×