Innlent

Forstjóri Landsnets segir menn þurfa að þola sannleikann

Sveinn Arnarsson skrifar
Þórður Guðmundsson 
forstjóri Landsnets
Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir afar leiðinlegt að einn af valdamestu sveitarstjórnarmönnum á Akureyri síðustu fjögur ár skuli saka hann um að segja ekki sannleikann um samskipti sveitarfélaganna við Landsnet. Þórður hafi í sínu máli sagt satt og rétt frá og ef menn séu ósáttir við orð hans verði það bara að vera svo.

„Mér finnst hálfleiðinlegt að Oddur skuli taka svona til orða, ég sé ekki hvers vegna í ósköpunum ég ætti að vera að segja ósatt, ég hef sagt satt og rétt frá.“

Hann segir að sveitarfélögin hafi ætlað að vinna sameiginlega að lausn á vandamálum raforkuflutninga. Haldinn hafi verið fundur fyrir um ári og þá ætluðu menn heim í hérað og vinna hlutina í sameiningu og boða svo til fundar með Landsneti.

„Ég er á þeirri skoðun að sveitarfélögin hafi dregið lappirnar því að menn ætluðu að boða aftur til fundar með Landsneti en ekkert hefur gerst. Við höfum bæði beðið um fund með sveitarfélögum skriflega sem og í töluðu máli. Í dag hefur enn enginn fundur verið boðaður. Þetta er svona dæmi um það að menn hafi verið að draga lappirnar. Það kom svo sem fram í orðum Odds að hann vildi hjálpa til við að ná Blöndulínu með jarðstreng, en það er ekki hægt að ákveða það einhliða,“ segir Þórður Guðmundsson.




Tengdar fréttir

Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði

Raforkuflutningar eru í molum að mati fyrirtækja á Akureyri sem þurfa að keyra á steinolíu sem varaafli. Landsnet getur ekki tryggt raforkuflutninga. "Sveitarfélögin hafa dregið lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets.

Loðnuvertíðin hafði áhrif á byggðalínuna

Byggðalína er svo löskuð að lítil veiði á loðnu varð þess valdandi að skerðing á raforku var minni en gert var ráð fyrir. Flutningsgeta byggðalínunnar er aðeins fimm prósent af öllu því rafmagni sem notað er hverju sinni.

Sakar forsvarsmann Landsnets um lygar

Fráfarandi formaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fór hörðum orðum um ummæli forstjóra Landsnets um að sveitarfélög hefðu dregið lappirnar. "Sveitarfélög hafa allan tímann verið áfram um að aðstoða Landsnet við að leggja línur.“

Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði

Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×