Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og fyrirtæki á svæðinu líða fyrir það. Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“ Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“
Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56
Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56