Raforka með öllu uppseld í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og fyrirtæki á svæðinu líða fyrir það. Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“ Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Raforkuflutningar til Eyjafjarðar eru afar ótryggir og þurfa mörg stór fyrirtæki að treysta á skerðanlegan orkuflutning og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Fyrirtæki á svæðinu hafa þurft að keyra á varaaflstöðum knúnum steinolíu þegar raforka hefur verið skert til þeirra. Becromal á Akureyri tekur rúmlega 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því flutningslínur inn á svæðið eru fulllestaðar. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi. Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef sveitarfélög væru búin að klára skipulagið hjá sér. Þau hafa dregið lappirnar.“ Unnsteinn Jónsson, verksmiðjustjóri Vífilfells á Akureyri, segir raforkuflutninginn setja starfseminni hjá fyrirtækinu nokkrar skorður. „Við höfum verið að keyra á olíu í vor sem og síðasta vor. Við kaupum trygga orku en ótryggan flutning. Flutningurinn á raforkunni er þannig að okkur stendur ekki til boða að kaupa trygga raforkuflutninga frá Landsnetiþví byggðalínan býður ekki upp á það. Þetta setur okkur í afar erfiða stöðu,“ segir Unnsteinn. Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, segir fyrirtækið einnig í erfiðri stöðu. „Við höfum keyrt steinolíukatla til að búa til gufu til þess að framleiða vörur hjá okkur, sem er fjórum sinnum dýrara en rafmagn.“
Tengdar fréttir Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56 Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Mjólkursamlagið á Akureyri hefur keyrt á steinolíu sem varaafli fyrir vinnslu „Umhverfislega er þetta einnig óheppilegt og gengur gegn umhverfisvitund okkar.“ 25. júní 2014 08:56
Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Ný fyrirtæki geta ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu því raforkan er ekki til. Flutningurinn inn á svæðið er vandamálið. „Sveitarfélögin draga lappirnar,“ segir forstjóri Landsnets. 25. júní 2014 08:56