Vistvæn vottun án eftirlits og villandi Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af vistvænni vottun. Fréttablaðið/Daníel „Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira
„Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Sjá meira