Erlent

Fjölmargar skólasystur í Norrköping umskornar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá miðbæ Norrköping.
Frá miðbæ Norrköping. Vísir/Wikipedia
Skólayfirvöld í Norrköping í Svíþjóð hafa frá í mars uppgötvað 60 tilfelli limlestinga á kynfærum ungra stúlkna. Í einum bekk höfðu allar stúlkur, alls 30, verið umskornar. Hjá 28 höfðu öll ytri kynfæri verið numin á brott.

Umskurður hefur verið bannaður í Svíþjóð frá 1982. Frá árinu 1999 hefur verið bannað að láta umskera erlendis stúlkur búsettar í Svíþjóð. Margar stúlkur eiga á hættu að vera umskornar í heimsókn í föðurlandi foreldranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×