Erlent

Björgunarskip í vanda við Suðurskautið

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kínverski ísbrjóturinn Xue Long, eða Snjódrekinn.
Kínverski ísbrjóturinn Xue Long, eða Snjódrekinn. Nordicphotos/AFP
Kínverski ísbrjóturinn Xue Long, eða Snjódrekinn, á nú í erfiðleikum með að komast út úr ísbreiðunni við Suðurhafið.

Skipið var í gær notað til að bjarga farþegum úr rússneska rannsóknarskipinu MV Akademik Sjokalskí, sem setið hafði fast í ísnum frá því á aðfangadag.

Þyrlur voru sendar frá Snjódrekanum til að ná í farþegana, og voru þeir fluttir yfir til ástralska ísbrjótsins Aurora Australis, sem átti að sigla með farþeganna til Ástralíu.

Þetta ástralska skip hefur nú verið beðið um að halda sig áfram á þessum slóðum fari svo að kínverska skipið þurfi á aðstoð að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×