Erlent

„Þetta óréttlæti má ekki umbera“

Bjarki Ármannsson skrifar
Angelina Jolie og William Hague takast í hendur á þriðja degi alþjóðaráðstefnunnar í gær.
Angelina Jolie og William Hague takast í hendur á þriðja degi alþjóðaráðstefnunnar í gær. Vísir/AFP
Samkvæmt nýrri reglugerð Sameinuðu þjóðanna verður það á ábyrgð ríkisstjórna heimsins að binda enda á kynferðisofbeldi á stríðshrjáðum svæðum.

Þetta sagði bandaríska leikkonan Angelina Jolie í samtali við fréttastofu BBC í gær. Jolie, sem er góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, stendur um þessar mundir fyrir ráðstefnu í Lundúnum um kynferðisofbeldi á átakasvæðum ásamt William Hague, utanríkisráðherra Bretlands.

„Við viljum að allur heimurinn heyri sögur barna nauðgunar,“ sagði Jolie í viðtalinu. „Við viljum að allir skilji að þetta óréttlæti má ekki umbera og að sorg og meðaumkun dugar ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×