Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:00 Besti flokkurinn líður undir lok 16. júní þegar ný borgarstjórn tekur við Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Borgarstjórn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“
Borgarstjórn Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira