Innlent

Góð reynsla af rafmagnsbílum

Freyr Bjarnason skrifar
Ólafur I. Halldórsson í einum af rafmagnsbílunum sem Reykjavíkurborg hefur keypt.
Ólafur I. Halldórsson í einum af rafmagnsbílunum sem Reykjavíkurborg hefur keypt. Fréttablaðið/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur á tveimur árum keypt sex rafmagnsbíla. Eru fjórir þeirra til afnota í Borgartúni en tveir í ráðhúsinu. Annar bíllinn í ráðhúsinu hefur verið til taks í fundarboðunarkerfinu þar sem starfsmenn geta pantað hann fyrir ýmis erindi.

„Þetta er tilraun en hvort hún heldur áfram veit ég ekki. En þetta hefur gefist mjög vel og það hefur verið góð nýting á bílunum,“ segir Ólafur I. Halldórsson hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar sem keypti bílana.

Borgarfulltrúum er ekki heimilt að nota bíla í eigu Reykjavíkurborgar og hafa þeir því ekki aðgang að bílunum. Aðra sögu er að segja af formanni borgarráðs, borgarstjóra og forseta borgarstjórnar. Þeir hafa aðgang að borgarstjórabílnum og bílstjórum en geta notað rafmagnsbíl í staðinn.

Borgin setti þá stefnu að kaupa fyrst og fremst raf- og metanbíla í öllum útboðum á þessu kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×