Erlent

Grunaðir um aðild að mannskæðasta námuslysi í sögu Tyrklands

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Fólk biður fyrir þeim sem létust í þessu mannskæða slysi.
Fólk biður fyrir þeim sem létust í þessu mannskæða slysi. Vísir/AP
Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið 25 manns sem grunaðir eru um aðild að mannskæðasta námuslysi í sögu Tyrklands. Námuslysið átti sér stað í bænum Soma í vesturhluta Tyrklands en 301 maður fórst í slysinu.

Ramazan Dogru, framkvæmdastjóri námufyrirtækisins Soma Holdings, er meðal þeirra sem handteknir voru, en fleiri aðilar í stjórn fyrirtækisins voru einnig handteknir, samkvæmt BBC. Yfirvöld hafa tilkynnt að allavega þrír þeirra handteknu verði ákærðir fyrir morð.

Fjöldi fólks hefur gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda í kjölfar slyssins en margir telja þau hafa reynt að leiða hörmungarnar hjá sér. Þá hefur Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, verið gagnrýndur fyrir vanrækslu. Á dögunum birtust einnig myndir af aðstoðarmanni ráðherrans sparka í mótmælendur. Eigendur Soma Holding fullyrða að slysið hafi ekki átt sér stað sökum vanrækslu.

Alls voru 787 verkamenn við störf í námunni þegar sprengja sprakk í göngunum, eldur kviknaði í kjölfarið og eiturgas fyllti göngin.


Tengdar fréttir

Verkfall í Tyrklandi vegna námuslyssins

Þjóðarsorg ríkir um þessar mundir í landinu og í gær söfnuðust þúsundir manna saman í borgum víða um landið til að lýsa yfir óánægju sinni með yfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×