Erlent

Verkfall í Tyrklandi vegna námuslyssins

Bjarki Ármannsson skrifar
Mótmælendur í Ankara segja ríkisstjórn Tyrklands bera ábyrgð á slysinu.
Mótmælendur í Ankara segja ríkisstjórn Tyrklands bera ábyrgð á slysinu. Vísir/AFP
Verkalýðsfélög í Tyrklandi héldu eins dags verkfall í gær vegna versta námuslyss í sögu landsins, sem átti sér stað á þriðjudag og hefur kostað að minnsta kosti 282 lífið.

Um 150 manns er enn saknað. Þjóðarsorg ríkir um þessar mundir í Tyrklandi og í gær söfnuðust þúsundir manna saman í borgum víða um landið til að lýsa yfir óánægju sinni með yfirvöld.


Tengdar fréttir

Hundruð föst neðanjarðar

Nú er ljóst að tvöhundruð og tíu námaverkamenn hið minnsta eru látnir og um áttatíu slasaðir eftir sprengingu sem varð í kolanámu í vesturhluta Tyrklands í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×