Óttast slæm langtímaáhrif vegna verkfalls flugmanna Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Aðsókn í Bláa lónið hefur dregist saman um 22 til 25 prósent þá daga sem hafa verið hvað verstir. Fréttablaðið/GVA „Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Þetta hefur margfeldisáhrif út í allt samfélagið,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um verkfall flugmanna Icelandair. „Það eru ofboðslega mörg dæmi um að það er búið að blása af hinar ýmsu ferðir og viðburði. Það eru mun færri bókanir í alla afþreyingu og mikið um afbókanir á hótelum. Það hringja í mig félagsmenn sem hafa miklar áhyggjur. Þeir eru að horfa upp á heilu hópana og mikinn fjölda fólks ekki skila sér til landsins,“ segir hún. Sem dæmi um þetta hefur aðsókn í Bláa lónið dregist saman um 22 til 25 prósent dagana sem hafa verið hvað verstir vegna verkfallsins. „Það er mun færra fólk að koma en áætlanir gera ráð fyrir og að sjálfsögðu erum við uggandi yfir framhaldinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins. „Það eru stórir hópar bókaðir hjá okkur síðari hluta maímánaðar. Það verður mikið högg að missa þá, ekki bara fyrir okkur, heldur gistiaðila, veitingaaðila og ferðaskrifstofur.“ Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að leggja fram frumvarp um lög á verkfallið segir Dagný óvissu enn vera til staðar. „Eins og er þá er þessi tími einangraður við maí en gæti mögulega haft áhrif inn í júní, þrátt fyrir að verkfallið myndi leysast,“ segir hún og óttast langtímaáhrif þess. „Við erum miklu lengur að vinna upp orðsporið heldur en tapaðar tekjur af þessum dögum.“ Óvissa er með marga viðburði á vegum Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur vegna verkfallsins. „Ég ætla að hitta mann í Frankfurt eftir helgi sem er búinn að skipuleggja síðastliðin tvö ár 500 til 700 manna ráðstefnu 19. júní. Hann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni, sem er gríðarlega vont. Hann gæti komið með fullt af öðrum sambærilegum verkefnum hingað og það er ljóst að hann mun hugsa sig tvisvar um þegar hann sér að svona kjaradeila getur lokað landinu með svona skömmum fyrirvara,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Hann telur að verkfallið muni hafa slæm langtímaáhrif á ráðstefnuhald á Ísland. Búið er að skipuleggja aðra stóra ráðstefnu í Hörpu 26. maí. Þar er von á um 1.200 manns og gætu miklir peningar tapast ef henni verður aflýst. „Sem dæmi ef viðburði af þessari stærðargráðu yrði aflýst þá eru ráðstefnugestir að meðaltali sex daga á landinu og hver þeirra eyðir að meðaltali um 66.500 krónum á dag, sem er helmingi meira en meðalferðamaður. Hagkerfisáhrifin eru því rétt tæpar 500 milljónir króna,“ segir Þorsteinn Örn. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að um 60 til 80 gestir hafi afboðað bátsferðir þess á þriðjudaginn. Meðalfjöldi fólks í slíkum ferðum á degi hverjum er um 120 manns en í gær voru þeir einungis fimmtíu talsins. Samanlagt nemur tap fyrirtækisins síðustu fjóra til fimm daga um þrjú hundruð þúsund krónum á dag.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent