Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:48 Kínverskt barn Á undanförnum árum hafa tugir barna verið ættleiddir frá Kína til Íslands. Vísir/AFP Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann. Íslensk ættleiðing fór fyrst á fjárlög við undirritun Haag-samningsins um velferð barna og ættleiðingar árið 2001 og fékk þá sex milljónir króna. Grunnfjárveitingin á fjárlögum 2012 var 9,2 milljónir. Ekki var hægt að halda námskeið sem eru grundvöllur þess að fólk geti ættleitt barn fyrr en aukafjárveiting fékkst.Kristinn IngvarssonMeð þjónustusamningnum við innanríkisráðuneytið, sem undirritaður var í nóvember síðastliðnum, var tryggð 34 milljóna króna grunnfjárveiting í fyrra og á þessu ári. Þar með var hægt að hrinda í framkvæmd fjölmörgum verkefnum sem þurft hafði að láta sitja á hakanum. „Þetta markaði tímamót í sögu ættleiðinga. Með þessu bætta fyrirkomulagi er fjármögnun ekki lengur háð fjölda ættleiðinga. Við getum tryggt faglega þjónustu fyrir hvert barn og hverja fjölskyldu sem sameinast með milligöngu félagsins,“ tekur Kristinn fram. Umsóknum um ættleiðingar fækkaði þegar óvissa var um rekstur félagsins, að sögn Kristins. „Þegar ljóst var að við gætum tryggt reksturinn fóru umsækjendur að koma inn aftur. Árið 2005 voru ættleiðingarnar 35, 17 árið 2012 en átta í fyrra. Á þessu ári eru nú þegar komin þrjú börn til Íslands. Ein fjölskylda er erlendis að sækja barn og verið er að vinna með nokkur mál sem við vitum að rætist úr. Innanríkisráðuneytið á sannarlega skilið klapp á bakið. Nýja fyrirkomulagið vekur vonir um áhuga fleiri upprunalanda á okkur.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira