Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. maí 2014 10:00 Fari flugmenn Icelandair í verkfall í fyrramálið verður veruleg röskun á flugi. Fréttablaðið/GVA Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Árangurslaus sáttafundur var í kjaradeilu flugmanna hjá Icelandair í gær. Sættir virðast ekki í sjónmáli. „Þetta horfir mjög þunglega og gengur mjög hægt,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Hann segir allar líkur á að verkfall hefjist á morgun. Flugmenn Icelandair hafa boðað til 12 tíma verkfalls klukkan sex í fyrramálið takist ekki samningar. Í framhaldinu eru boðuð fimm tímabundin verkföll fram í næsta mánuð auk yfirvinnubanns sem tekur gildi klukkan sex í fyrramálið. Verkfall gæti það raskað áætlunum um 7.000 farþega strax á morgun. Icelandair sendi tilkynningu til Kauphallarinnar vegna tjóns sem félagið gæti orðið fyrir vegna aðgerða flugmanna. Tjónið er sagt geta numið allt að 1,7 milljörðum króna. Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. „Það er fylgst vel með þróun mála. Við vonum að samningar takist áður en verkfall skellur á,“ segir Illugi. Komi til lagasetningar þurfi Alþingi ekki langan tíma til að setja lög til að binda endi á aðgerðirnar. Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, segir að flugmenn hafi rætt hugsanlega lagasetningu á yfirvofandi verkfall en segir enga ástæðu til að óttast það. „Við getum ekki verið hræddir við það. Það verður bara að koma í ljós.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira