Lífið

Yfir 1.100 erlendir gestir staðfestir

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tómas Young forsprakki ATP-hátíðarinnar hér á landi.
Tómas Young forsprakki ATP-hátíðarinnar hér á landi. Vísir/Vilhelm
„Við vorum að taka það saman fyrir stuttu og þá voru um 1.100 erlendir gestir búnir að kaupa sér miða á hátíðina,“ segir Tómas Young, forsprakki ATP-tónlistarhátíðarinnar hér á landi.

„Það er gríðarleg fjölgun frá því í fyrra en þá voru þetta rúmlega 200 gestir að utan sem keyptu sér miða en þá fórum við líka miklu seinna af stað með söluna á hátíðina.“

ATP, sem fram fer 10.-12. júlí, er mjög virt hátíð og á marga harða aðdáendur sem fylgja hátíðinni út um allan heim.

Öll gisting á Ásbrú, þar sem hátíðin fer fram, og í Reykjanesbæ er svo gott sem uppseld dagana sem hátíðin er haldin. „Stærstu hótelin eiga einhver laus herbergi en öll önnur gisting hefur verið uppbókuð í þó nokkurn tíma,“ segir Tómas. Í ljósi þessa gistir stór hluti erlendra gesta á höfuðborgarsvæðinu.

Hljómsveitin Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum en fjöldi þekktra listamanna koma fram á hátíðnni í ár.


Tengdar fréttir

Neil Young kemur í júlí

Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll.

Neil Young æfir á Íslandi

Tónlistarmaðurinn ætlar að nota Laugardalshöllina sem æfingahúsnæði fyrir tónleikaferðlag sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×