Portishead og Interpol til Íslands Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. janúar 2014 09:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol Nordicphotos/Getty Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. ATP í Keflavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. „Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn. „Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP. Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com.
ATP í Keflavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira