Tónlist

Portishead og Interpol til Íslands

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol
Hljómsveitin Portishead kemur fram á Íslandi í sumar í fyrsta sinn, ásamt hljómsveitinni Interpol Nordicphotos/Getty
Stórhljómsveitirnar Portishead og Interpol koma fram á tónlistarhátíðinni ATP Iceland sem haldin verður á Ásbrú í Keflavík dagana 10. til 12. júlí næstkomandi.

„Hátíðin stendur yfir í þrjá daga í ár en ekki tvo daga eins og í fyrra og því töluvert stærri í sniðum. Portishead verður stærsta nafnið á föstudeginum og Interpol stærsta nafnið á laugardeginum,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Báðar sveitirnar eru margverðlaunaðar og hafa farið sigurför um heiminn.

„Það er mjög spennandi að tilkynna að sveitirnar báðar spila í fyrsta skiptið á ATP þegar ATP Iceland verður haldið í annað sinn í júlí á Ásbrú,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP.

Hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar eru einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og innlendum hljómsveitum til viðbótar en í heildina munu um 25 hljómsveitir koma fram á hátíðinni.

Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×