Enn er óvíst hvort samið verði í bráð Snærós Sindradóttir skrifar 29. mars 2014 10:40 Framhaldsskólarnir hafa staðið tómir í tvær vikur og búast má við að enn ein vikan bætist við. Vísir/Stefán Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira