Enn er óvíst hvort samið verði í bráð Snærós Sindradóttir skrifar 29. mars 2014 10:40 Framhaldsskólarnir hafa staðið tómir í tvær vikur og búast má við að enn ein vikan bætist við. Vísir/Stefán Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Ekki fást upplýsingar um hvar náðst hefur saman og hvað skilur að í yfirstandandi kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarasamband Íslands vill ekki gefa upp hvernig launatilboð ríkisins hafa hljómað. Aðspurð segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, að það geti verið óþægilegt fyrir kennara að vita ekki hver staðan sé. „Það er óþægilegt fyrir þá en það er auðvitað bara þannig að þeir sem sitja við samningaborðið eru fulltrúar stéttarinnar í heild sinni og það verður að treysta því að þeir semji ekki nema þeir telji að sá samningur sé félagsmönnum þóknanlegur. Auðvitað myndi maður vilja geta úttalað sig meira en það er bara ekki heppilegt þegar við erum ekki búin að lenda neinu.“ Í upphafi síðustu viku bárust þær fréttir að líkur væru á að samningar myndu nást innan fárra daga. Fyrr en varði var þó allt komið í hnút á ný. „Það ræðst í dag hvort samið verði um helgina, boltinn er hjá samninganefnd ríkisins. Þetta er heilmikil textavinna sem þarf að fara fram og þá skiptir máli að hlutirnir séu orðaðir rétt,“ segir Guðríður. Eiríkur Brynjólfsson, kennslustjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla, segir að ríkið hafi sýnt kennslustörfum ákveðna lítilsvirðingu. „Ég er búinn að kenna í 36 ár og mér finnst okkur vera sýnd ákveðin fyrirlitning með því að neyða okkur alltaf til að fara í verkfall.“ Yfirstandandi verkfall er fjórða verkfallið sem Eiríkur tekur þátt í. Hann hefur þungar áhyggjur af brottfalli nemenda. „Sumir nemendur hafa veikt bakland heima hjá sér. Það eru þessir nemendur sem við kennarar höfum mestar áhyggjur af.“ Hann segir að margir muni ekki eiga afturkvæmt ef þeir hætta nú. „Ef nemandi hættir í skólanum þá hefur hann enga tryggingu fyrir skólavist í haust. Þetta er í alla staði mjög vont.“ Í dag er þrettándi dagur verkfallsins. Þann 12. apríl hefst páskafrí sem stendur til 23. apríl. Síðasti kennsludagur fyrir próf er síðan 30. mars. Áætlað er að próf hefjist 2. maí og standi til 15. maí. Sé þetta tekið saman kemur í ljós að alls eru 16 kennsludagar eftir á vorönninni. Ómögulegt er að spá fyrir um hvenær kennsla getur hafist á ný enda virðast viðræður á viðkvæmu stigi. Alls sitja 1.800 kennarar og 25.000 nemendur heima í óvissunni.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira