Messi á móti Þríhöfðanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2014 09:00 Þríhöfðinn ógurlegi - Bale, Benzema og Cristiano. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að það besta sé geymt þar til síðast þessa íþróttahelgina. Helgin endar nefnilega á El Clásico annað kvöld og nú er ekki bara heiðurinn og stoltið undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Á sama tíma og Carlo Ancelotti hefur fest allar skrúfur í stjörnum prýddu Real Madrid-vélinni á sínu fyrsta tímabili hefur spænska pressan verið dugleg að spá um væntanlega „endalok“ og kynslóðaskipti hjá einu besta fótboltaliði allra tíma.BBC-þríeykið Sóknarlína Real Madrid hefur vissulega stolið senunni á Spáni á þessu tímabili en þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hafa sem dæmi skorað saman 76 mörk á leiktíðinni. Spænsku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að kalla þá „BBC“ sem skammstöfun á nöfnum þeim Bale (14 mörk), Benzema (21 mark) og Cristiano (41 mark). Aðalhetja Börsunga, Lionel Messi, hefur aftur á móti verið að vakna úr „dvala“ eftir meiðslahrjáða mánuði um mitt tímabilið en gengi Barcelona-liðsins hefur á sama tíma verið allt annað en sannfærandi heima fyrir. Menn sjá nú breytingu á því, sumir spekingar hafa hlegið hátt að „krísuumræðunni“ og benda á að Barcelona eigi enn möguleika á þrennunni á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Gerardos Martino. Landi hans Messi hefur nú skorað í átta af síðustu níu leikjum Börsunga, þar á meðal þrennu í 7-0 sigri á Osasuna um síðustu helgi, og því má segja að bæði liðin komi inn í leikinn með sína fremstu menn í stuði.Andres Iniesta og Luka Modric eigast við í leik liðanna í október.Vísir/Getty Tíu fleiri stig en Barca Barcelona var með sex stiga forskot á Real eftir 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri El Clasico-leiknum sem fór fram í lok október. Nú er staðan hins vegar allt önnur enda hefur Real Madrid-liðið verið á mikilli siglingu á þessu ári og er nú með fjórum stigum meira en Barcelona þegar tíu leikir eru eftir. Á þessum 147 dögum hefur Real fengið tíu fleiri stig og skorað sex fleiri mörk en Barcelona og um leið tekið að sér forystuhlutverkið í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Leikmenn Real Madrid hafa síðan þeir yfirgáfu Nývang með skottið á milli lappanna leikið 31 leik í röð í öllum keppnum án þess að tapa og í 26 leikjanna hafa þeir fagnað sigri. Börsungar hafa tapað fjórum sinnum heima fyrir á þessu tímabili þar á meðal fyrir liðum eins og Real Sociedad og Real Valladolid. Bæði Barcelona og Real Madrid styrkti sig með stjörnusóknarmönnum í sumar. Real Madrid setti heimsmet í kaupunum á Gareth Bale og Börsungar náðu í Brasilíumanninn Neymar frá Santos.Neymar fagnar marki sínu gegn Real Madrid.Vísir/Getty Neymar maður fyrri leiksins Neymar stimplaði sig inn í fyrri leik liðanna með því að skora eitt mark og leggja upp annað. Síðan hefur heyrst minna af stráknum innan vallar en hann verið meira milli tannanna á fólki fyrir „óhrein“ kaup Barcelona en stór hluti upphæðarinnar fór meðal annars beint í vasa foreldra hans. Gareth Bale átti aftur á móti ekki þátt í marki og var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Síðan þá hefur hróður Gareths Bale aukist, hann hefur náð sér af meiðslunum og myndar nú einn þriðja af hinum ógnvænlega þríhöfða Real sem tætir í sig hverja vörnina á fætur annarri í bæði spænsku deildinni og Meistaradeildinni.Vísir/GettySviðið hans Messis Því má samt ekki gleyma að El Clásico hefur verið sviðið hans Messis síðustu ár og á morgun getur hann skorað sitt 19. mark í leikjum á móti Real Madrid og því hefur enginn annar náð í sögu El Clásico. Leikir Real Madrid og Barcelona eru ávallt mikil skemmtun og ekki spillir fyrir að spænski meistaratitillinn er undir að þessu sinni – í minnsta kosti fyrir Börsunga. Það hafa líka verið skoruð mörk í þessum leikjum og bæði liðin hafa sem dæmi skorað í undanförnum fjórtán innbyrðisviðureignum sínum í öllum keppnum. Hatrið hefur oft sett sinn svip á El Clásico-leikina en hvaða fótboltaáhugamaður getur misst af því horfa á helstu hæfileikamenn heimsfótboltans bæta við magnaða sögu risaveldanna í landi heimsmeistaranna? Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Það er óhætt að segja að það besta sé geymt þar til síðast þessa íþróttahelgina. Helgin endar nefnilega á El Clásico annað kvöld og nú er ekki bara heiðurinn og stoltið undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Á sama tíma og Carlo Ancelotti hefur fest allar skrúfur í stjörnum prýddu Real Madrid-vélinni á sínu fyrsta tímabili hefur spænska pressan verið dugleg að spá um væntanlega „endalok“ og kynslóðaskipti hjá einu besta fótboltaliði allra tíma.BBC-þríeykið Sóknarlína Real Madrid hefur vissulega stolið senunni á Spáni á þessu tímabili en þeir Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gareth Bale hafa sem dæmi skorað saman 76 mörk á leiktíðinni. Spænsku fjölmiðlamennirnir voru fljótir að kalla þá „BBC“ sem skammstöfun á nöfnum þeim Bale (14 mörk), Benzema (21 mark) og Cristiano (41 mark). Aðalhetja Börsunga, Lionel Messi, hefur aftur á móti verið að vakna úr „dvala“ eftir meiðslahrjáða mánuði um mitt tímabilið en gengi Barcelona-liðsins hefur á sama tíma verið allt annað en sannfærandi heima fyrir. Menn sjá nú breytingu á því, sumir spekingar hafa hlegið hátt að „krísuumræðunni“ og benda á að Barcelona eigi enn möguleika á þrennunni á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Gerardos Martino. Landi hans Messi hefur nú skorað í átta af síðustu níu leikjum Börsunga, þar á meðal þrennu í 7-0 sigri á Osasuna um síðustu helgi, og því má segja að bæði liðin komi inn í leikinn með sína fremstu menn í stuði.Andres Iniesta og Luka Modric eigast við í leik liðanna í október.Vísir/Getty Tíu fleiri stig en Barca Barcelona var með sex stiga forskot á Real eftir 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri El Clasico-leiknum sem fór fram í lok október. Nú er staðan hins vegar allt önnur enda hefur Real Madrid-liðið verið á mikilli siglingu á þessu ári og er nú með fjórum stigum meira en Barcelona þegar tíu leikir eru eftir. Á þessum 147 dögum hefur Real fengið tíu fleiri stig og skorað sex fleiri mörk en Barcelona og um leið tekið að sér forystuhlutverkið í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Leikmenn Real Madrid hafa síðan þeir yfirgáfu Nývang með skottið á milli lappanna leikið 31 leik í röð í öllum keppnum án þess að tapa og í 26 leikjanna hafa þeir fagnað sigri. Börsungar hafa tapað fjórum sinnum heima fyrir á þessu tímabili þar á meðal fyrir liðum eins og Real Sociedad og Real Valladolid. Bæði Barcelona og Real Madrid styrkti sig með stjörnusóknarmönnum í sumar. Real Madrid setti heimsmet í kaupunum á Gareth Bale og Börsungar náðu í Brasilíumanninn Neymar frá Santos.Neymar fagnar marki sínu gegn Real Madrid.Vísir/Getty Neymar maður fyrri leiksins Neymar stimplaði sig inn í fyrri leik liðanna með því að skora eitt mark og leggja upp annað. Síðan hefur heyrst minna af stráknum innan vallar en hann verið meira milli tannanna á fólki fyrir „óhrein“ kaup Barcelona en stór hluti upphæðarinnar fór meðal annars beint í vasa foreldra hans. Gareth Bale átti aftur á móti ekki þátt í marki og var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Síðan þá hefur hróður Gareths Bale aukist, hann hefur náð sér af meiðslunum og myndar nú einn þriðja af hinum ógnvænlega þríhöfða Real sem tætir í sig hverja vörnina á fætur annarri í bæði spænsku deildinni og Meistaradeildinni.Vísir/GettySviðið hans Messis Því má samt ekki gleyma að El Clásico hefur verið sviðið hans Messis síðustu ár og á morgun getur hann skorað sitt 19. mark í leikjum á móti Real Madrid og því hefur enginn annar náð í sögu El Clásico. Leikir Real Madrid og Barcelona eru ávallt mikil skemmtun og ekki spillir fyrir að spænski meistaratitillinn er undir að þessu sinni – í minnsta kosti fyrir Börsunga. Það hafa líka verið skoruð mörk í þessum leikjum og bæði liðin hafa sem dæmi skorað í undanförnum fjórtán innbyrðisviðureignum sínum í öllum keppnum. Hatrið hefur oft sett sinn svip á El Clásico-leikina en hvaða fótboltaáhugamaður getur misst af því horfa á helstu hæfileikamenn heimsfótboltans bæta við magnaða sögu risaveldanna í landi heimsmeistaranna?
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn