Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2014 18:45 Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen. Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen.
Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Sjá meira
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent