Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 19:33 Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann telur að engin sátt verði um annað en flugvöll áfram í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg auglýsti í dag nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn byrji strax að víkja og að honum verði endanlega lokað árið 2024. Borgarráð leyfði reyndar að byggð yrði bráðabirgðaflugstöð austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands en gegn því að unnt verði að fjarlægja hana eftir rúman áratug. Hins vegar þarf allt einka-, æfinga- og kennsluflug að fara árið 2015, eftir rúmt ár. Jón Gunnarsson alþingismaður segir alveg ljóst að ekki sé vilji fyrir því á Alþingi að hróflað verði við starfsemi flugvallarins nema búið sé að leysa málið með öðrum hætti. Það gildi einnig um æfinga- og kennsluflugið. Jón segir að sátt muni ekki nást um annað en að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri sem fullnægi samgönguþörfum landsins og með sómasamlegri aðstöðu. Hann segir fjárlaganefnd Alþingis þegar hafa talað skýrt með því að fella heimild um sölu flugvallarlands út úr fjárlögum og útilokar ekki frekara inngrip þingsins. „Ég hef áður lagt fram bæði þingsályktunartillögu og lagafrumvarp á þinginu þar sem við í raun tökum fram fyrir hendurnar á borginni í þessu máli.” Hann kveðst þó trúa því að unnt verði að leysa þetta mál í sátt. „En ef sú sátt gengur ekki eftir þá auðvitað þarf Alþingi að grípa til sinna ráða í þeim efnum vegna þess að ég tel að vilji Alþingis, og stórs meirihluta þar, sé algerlega skýr í þessu máli varðandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar.” Tengdar fréttir Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann telur að engin sátt verði um annað en flugvöll áfram í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg auglýsti í dag nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn byrji strax að víkja og að honum verði endanlega lokað árið 2024. Borgarráð leyfði reyndar að byggð yrði bráðabirgðaflugstöð austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands en gegn því að unnt verði að fjarlægja hana eftir rúman áratug. Hins vegar þarf allt einka-, æfinga- og kennsluflug að fara árið 2015, eftir rúmt ár. Jón Gunnarsson alþingismaður segir alveg ljóst að ekki sé vilji fyrir því á Alþingi að hróflað verði við starfsemi flugvallarins nema búið sé að leysa málið með öðrum hætti. Það gildi einnig um æfinga- og kennsluflugið. Jón segir að sátt muni ekki nást um annað en að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri sem fullnægi samgönguþörfum landsins og með sómasamlegri aðstöðu. Hann segir fjárlaganefnd Alþingis þegar hafa talað skýrt með því að fella heimild um sölu flugvallarlands út úr fjárlögum og útilokar ekki frekara inngrip þingsins. „Ég hef áður lagt fram bæði þingsályktunartillögu og lagafrumvarp á þinginu þar sem við í raun tökum fram fyrir hendurnar á borginni í þessu máli.” Hann kveðst þó trúa því að unnt verði að leysa þetta mál í sátt. „En ef sú sátt gengur ekki eftir þá auðvitað þarf Alþingi að grípa til sinna ráða í þeim efnum vegna þess að ég tel að vilji Alþingis, og stórs meirihluta þar, sé algerlega skýr í þessu máli varðandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar.”
Tengdar fréttir Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39