"Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2014 21:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“ Landsdómur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“
Landsdómur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent