Björn Daníel Sverrisson og Sverrir Ingi Ingason voru báðir á skotskónum í kvöld þegar Viking komst áfram í 3. umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta.
Viking-liðið vann þá 7-1 stórsigur á útivelli á móti Sola FK en þrjú af sjö mörkum liðsins voru íslensk.
Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö, á 22. og 47. mínútur og Sverrir Ingi kom Viking í 4-0 á 33. mínútu með síðasta marki liðsins í fyrri hálfleiknum.
Fjórir af fimm íslenskum leikmönnum Viking voru í byrjunarliðinu en Jón Daði Böðvarsson byrjaði aftur á móti á bekknum að þessu sinni.
Björn Daníel spilaði fyrsta klukkutímann en Indriði Sigurðsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sverrir Ingi Ingason spiluðu allan leikinn. Jón Daði fékk ekki að spreyta sig í kvöld.
Björn Daníel með tvö mörk og Sverrir eitt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti






Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn