Innlent

Fimm prósent fara eftir ráðum landlæknis um hreyfingu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fullorðnum er ráðlagt að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi.
Fullorðnum er ráðlagt að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Yfir helmingur landsmanna hreyfir sig aðeins einu sinni í mánuði eða sjaldnar í 20 mínútur eða lengur. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem markaðsrannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Herbalife í ágúst síðastliðnum. Þátttakendur voru 18 ára og eldri og voru þeir alls 592.

Alls kváðust 40,9 prósent hreyfa sig einu sinni í mánuði í 20 mínútur eða lengur en 14,2 prósent sögðust aldrei hreyfa sig eða næstum aldrei.

Einn af hverjum tuttugu Íslendingum, eða 5,1 prósent, hreyfir sig í samræmi við leiðbeiningar landlæknis. Samkvæmt þeim er fullorðnu fólki ráðlagt að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi. 35,8 prósent hreyfa sig að meðaltali einu sinni í viku í 20 mínútur eða lengur en 4,1 prósent hreyfir sig þrisvar í viku.

Alls sögðu 83 prósent líklegast að þau myndu notast við blöndu af góðu mataræði og hreyfingu ætluðu þau sér að léttast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×