Erlent

Michelle Obama dansar með næpu

Atli Ísleifsson skrifar
Michelle Obama og næpan.
Michelle Obama og næpan.
Myndband sem sýnir Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, dansa í takt við lag DJ Snake og Lil Jon þar sem hún heldur á næpu hefur vakið mikla athygli á netinu.

Í myndbandinu, sem er um sjö sekúndur að lengd og birt á síðunni Vine, er Michelle er með næpu (e. turnip) í hendinni og spyr einfaldlega „Turnip – for what?“. Lagabútur úr laginu „Turn Down for What“ er svo spilaður á meðan forsetafrúin dillar sér í takt við lagið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama birtir myndband af sér dansandi með grænmeti. Í febrúar fyrr á árinu dansaði hún með spergilkál, gulrót og eggaldin í tengslum við herferðina „Let‘s Move!“ sem er ætlað að fá bandarísk börn til að hreyfa sig meira og borða hollari mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×