Benedikt fær ekki nauðsynlega aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 12:15 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Reykjavíkurborg var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu Benedikts Hákonar Bjarnasonar, fjölfatlaðs manns. Benedikt hefur síðustu fjögur ár hefur barist fyrir nauðsynlegri aðstoð allan sólarhringinn með fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar en hefur ítrekað verið synjað og fór hann því með málið fyrir dómstóla. Kröfur hans voru tvíþættar, annars vegar að felld verði úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á sólarhringsþjónustu á heimili hans og hins vegar kröfu um miskabætur, alls ein og hálf milljón. Það er í ljósi þess að aðstandendur Benedikts og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust á næturnar síðustu ár. Reykjavíkurborg hefur hingað til útvegað honum aðstoðarfólki í um 16-19 klukkustundir á sólarhring.Gæti orðið fyrir stórtjóni án eftirlits Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn.Sjá einnig: Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustuÞjónusta umfram hámarkið Þá segir í dómnum að þjónusta einstaklinga sé metin og reiknuð samkvæmt ákveðnum forsendum um kostnað. Það sé ákveðinn hámarkstími vegna hvers þjónustuþáttar. Samanlagður tímafjöldi vegna allra þjónustuþátta séu 392 klukkustundir á mánuði. Reykjavíkurborg kveðst hafa gert samning við Benedikt í mars 2013 þar sem miðað hafi verið við 588 klukkustunda þjónustu á mánuði – sem sé umfram 392 klukkustunda hámarkið. „Þessi niðurstaða hafi helgast af því að ljóst var að eldri samningur sem gerður hafi verið áður en stefndi tók við málefnum fatlaðra af ríkinu hafi ekki rúmast innan rammans sem settur hafi verið. Þar sem ekki hafi verið hægt að draga úr þeirri þjónustu sem stefndi naut hafi verið ákveðið að hafa tíma fleiri en verklag heimilaði,“ segir orðrétt í dómnum. Því breyti vottorð Elíasar Ólafssonar yfirlæknis engu. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Málinu var vísað frá dómi í gær. Málskostnaður féll niður og gjafsóknarkostnaður Benedikts verður greiddur úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra. 22. október 2014 16:20