Útlendingar brjálaðir í íslenska skyrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2014 17:05 Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira