Útlendingar brjálaðir í íslenska skyrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2014 17:05 Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Íslenska skyrið er allsstaðar að slá í gegn á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum því Mjólkursamsalan gerir ráð fyrir að selja sextíu milljón dósir í ár á meðan átta milljón dósir munu seljast hér heima. Starfsmenn Mjólkursamsölunnar hafa vart undan að framleiða og pakka íslenska skyrinu sem er flutt úr landi en mesta salan er í Finnlandi, Noregi, Sviss, Færeyjum og Grænlandi, auk þess sem lítill hluti fer á Bandaríkjamarkað. Aðalsteinn H. Magnússon er sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni. „Á Íslandi er aukningin 20% á þessu ári og hún var 20% í fyrra, þannig að við tengjum þetta beint við mikinn ferðamannafjölda. Við erum að selja átta milljónir dósa á íslenska markaðnum og síðan erum við auðvitað að flytja heilmikið út og reiknum með að selja sextíu milljónir á þessu ári“, segir Aðalsteinn. Þetta eru svakalegar tölur ? „Þetta eru rosalegar tölur, salan í Skandinavíu á síðustu fjórum til fimm árum hefur á síðustu árum tífaldast“, bætir hann við. Um 1/3 af skyrinu fer í gegnum Mjólkursamsöluna og eru tekjur af því um 1800 milljónir. Síðan eru 2/3 af þessum 60 milljónum dósa seldir með leyfissamningum þar sem skyrið er framleitt hjá leyfishafa undir eftirliti Mjólkursamsölunnar. Aðalsteinn segir að fram til þessa hafi bændur náð að framleiða næga mjólk en unnið er að því með öllum tiltækum ráðum að auka framleiðsluna. Smekkur skyrsins er mjög mismunandi eftir löndum. „Já, okkur Íslendingum finnst best að borða vaniluskyr og bláberjaskyr jafnvel en Finnarnir eru vitlausir í skyr með bökuðum eplum,“ segir Aðalsteinn. Mjólkursamsalan hefur verið með mjólkurtorg í miðbæ Reyjavíkur í sumar þar sem ferðamenn hafa fengið að smakka á íslenska skyrinu. Allir eru þeir brjálaðir í íslenska skyrið.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira