Erlent

Ellefu látnir í óveðri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
MYND/AFP
Gríðarlegur snjóbylur geisar nú á Japan og hafa ellefu manns látist vegna bylsins.

Bylurinn hefur gengið yfir norðausturhluta Japan og eru yfir þúsund manns slasaðir vegna hans. Samgöngur eru í lamasessi en hundruðir ökutækja sitja nú föst og nánast öllu innanlandsflugi aflýst. Byggingar hafa hrunið og hafa tveir frosið í hel vegna kuldans.




Óveðursviðvörun er í gildi um stóran hluta Japan og er fólk varað við að vera á ferðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×